Helgarnámskeið 1. - 2. Mars
Ásthildur Sumarliða kennir einfalda tækni sem þú getur notað þegar þú vinnur með þinn andlega hæfileika.
Fyrir byrjendur sem lengra komna.
Námskeiðið er gott fyrir alla sem hafa áhuga á að efla sinn miðilshæfileika og læra að vinna með hann á einfaldan og auðveldan hátt. Kennsluaðferðina hefur Ásthildur sjálf þróað með góðum árangri.
Kennt verður í húsnæði félagsins Víkurbraut 13, 230 Keflavík,
Dagana 1. mars kl 13:00 - 17:00 og 2. mars kl 10:00 - 16:00. Með klukkutíma hádegishléi.
Námskeiðsgjald er 25.000,-
Skráning á heimasíðu https://www.srfsn.is/namskei
Ásthildur Sumaliðadóttir er Reikimeistari, OPJ þerapisti og hefur unnið gegnum tíðina með transheilun, spáð í spil, stundað transþjálfun og þjálfun í vökumiðlun og hefur sótt námskeið hjá Arthur Findlay skólanum í Bretlandi.